miðvikudagur, mars 24, 2004

Í gær var gerð heiðarleg tilraun til að kaupa grill í ESSO í borgartúni.
Ferð sem átti að taka skamman tíma. Markmiðið var einfalt.
Keyra í borgartún, fara inn í sjoppuna, benda á grillið sem átti að kaupa, borga og fara. Gæti ekki verið einfaldara... en nei, nei. Kassinn neitaði að taka við kortinu mínu, afgreiðslumaðurinn var með eindæmum dónalegur og við enduðum á að vera þarna í klukkutíma, án þess að fá hvorki vott né þurrt og þurfa síðan að fara án þess að kaupa helvítis grillið. Að sjálfsögðu var búið að setja grillið í skottið í bílinn hjá Kollu og Ragga.

hvað sem þið gerið EKKI fara í esso með e-kort að kaupa grill á afslætti. Það er einfaldlega ekki þess virði.