mánudagur, mars 22, 2004



Mótmælin í dag fóru bara nokkuð vel. Sól skein í heiði og slatti af liði hrópaði ENGIN SKÓLAGJÖLD.
Auður róttæklingur með meiru fannst samt mótmælin ekki nógu kraftmikil, vantaði fleiri reiða menn. Menn eins og hann Sverrir. Nýjustu fréttir herma hins vegar að frestað hefði verið ákvörðun um að sækja um HEIMILD til skólagjalda til næsta háskólafundar. Að sjálfsögðu eignum við það mótmælunum miklu þann gálgafrest.