föstudagur, apríl 30, 2004

Ég var svo dugleg í gær að leika mér. Það er ekkert vit í að vera að einbeita sér að lærdómi þegar sól skín í heiði.

Fór með Óla Tómasi að gefa öndunum brauð. Það hættir bara aldrei að vera skemmtilegt. Ég held að það tengist því að þegar maður var lítill voru tækifærin til að gefa öndunum á tjörninni brauð af skornum skammti. Það er bara ekki sama stemmingin og að gefa fuglunum á bryggunni heima brauð.

Er að skrifa ritgerð nr. 2 og ég kemst hreinlega ekki í gang. Það er svo mikið andleysi í gangi.



Í gærkveldi voru tónleikar með MELODIKU. Halli hökutoppur og Harpa konan hans eru að spila í henni. Tónleikarnir voru alveg þræl skemmtilegir. Skil bara ekkert í þeim að bjóða mér ekki að syngja bakraddir?