sunnudagur, apríl 25, 2004

Mér finnst að allir eiga að fá stórt hrós skilið fyrir að nenna að kíkja á síðuna mína miðað við hvað ég er ótrúlega afkastalítill bloggari. Kannski ætti ég að hugleiða að hætta að blogga þangað til að ég er komin með þráðlaust net heima við. Ein stór ástæða fyrir bloggletinu mínu er að ég er með aldamóta internet tengingu. Þið munið kannski eftir hvernig það virkaði en það þarf að tengjast með snúrum og setja í samband og taka úr sambandi og alveg endalaust vesen sem eykur enn á hvað sjaldan ég blogga.

Það var spilakvöld heima hjá mér í gærkveldi. Þegar við vorum búin að spila alveg endalaust lengi, klukkan var orðin 5 um morgunin allir orðnir frekar framlágir og dauðfegnir þegar spilinu lauk svo hægt væri að fara heim að sofa. En ekki hún Auður kl:5 um morgun var hún svo eiturhress ef eitthvað var þá var hún hressari kl:5 heldur en þegar hún mætti. Og átti ekki orð yfir hversu lélegt það væri að hætta núna. Kvöldið væri enn ungt og nóg eftir!!

Er núna upp í skóla og Drífa er að væla í mér að halda áfram að læra í þessarri leiðinlegu ritgerð... Mér finnst drífa ekkert skemmtileg ég vil miklu frekar hanga á netinu:(

og

gleðilegt sumar öll sömul:)