fimmtudagur, apríl 01, 2004





Steinsvaf yfir mig í morgun. Ég var búin að bóka viðtalstíma hjá kennara um ritgerðina mína kl: 10:20 og svaf yfir mig ( Það hljómar ekkert vel að segja að maður sofi yfir sig kl:10:20). Mætti sem sagt klukkutíma of seint með afsökunarrulluna á vör og þar sem kennarinn er sjálfur alltaf svo seinn með allt, fannst honum þetta lítið mál og veitti mér viðtalstímann þrátt fyrir allt.

Bachelor í kvöld... þrátt fyrir óskir fólks um að maður horfi ekki á þessa mannlegu eymd sogast maður alltaf heim til Auðar kl:22 á fimmtudagskvöldum...