þriðjudagur, apríl 13, 2004

Páskafríið var með eindæmum vel heppnað. Ég fór norður með fulla tösku af lærdómsbókum og með fögur fyrirheit um að læra eins og hestur allt páskafríið en sökum anna kom ég því ekki við:)

Fór í tvær veislur, Fermingarveislu hjá frænda mínum að vestan þar sem skipulagður voru fermingarveislur næstu 10 árin hljómar ekki illa.
og Skírnarveislu hjá Sigríði og Óla, litli guttinn heitir Sigurður Elvar og er að sjálfsögðu mesta dúlla í heimi.

Páskahelgin fór í djamm og fleiri veislur og djamm.... Jonni hennar Lilju systur hélt upp á þrítugsafmælið sitt út á Bakka, heljarinnar stuð en ég mun ekki fyrir mitt litla líf spila Kana aftur við Frissa. Gjörsamlega óþolandi að spila við fólk sem tekur Kana ekki alvarlega:(

Kíkti á leikritið Smáborgarbrúðkaupið með mömmu gömlu. Hún var ekki frá því að hann Valgeir hefði farið aðeins út af laginu.

Varð aðeins of full á ballinu... því ég var farin að syngja hástöfum í partýinu við mikinn fögnuð viðstaddra:)

Fyrir Egil:
Vil vekja athygli á því að það er ekki eitt orð skrifað um eitthvað sem gæti tengst stjórnmálum eða réttindabaráttu.