þriðjudagur, mars 30, 2004

FRELSI

er mjög svo teygjanlegt hugtak. Það sem er frelsi í mínum huga er ekkert endilega frelsi fyrir öðrum. Það hefur alltaf pínu lítið vafist fyrir mér þegar flokkar eins og sjálfstæðisflokkur eða ungliðahreyfing þeirra talar um frelsi hvað frelsi stendur fyrir í hugum þeirra. Um helgina varð ég þeirra ánægju aðnjótandi að á vegi mínum urðu nokkrir ungir sjálfstæðismenn. Þar sem ég kemst sjaldan í tæri við sjálfstæðisfólk, flestir sem ég umgengst eru fátækir námsmenn eða einstaklega vinstrisinnað fólk, bað ég þá um að útskýra hvað frelsi stæði fyrir í hugum ungra sjálfstæðismanna.

Frelsi er að vera óháður og laus undan ofbeldi.

Ef þú ert einn af þeim sem átt ekki pening til að fara í skóla eða nýta þér þau tækifæri sem eru í boði þá geturðu huggað þig við það að þú ert FRJÁLS.

Ég segi fyrir mína parta að ég vil frekar minna frelsi og geta nýtt mér þau tækifæri sem eru í boði.