laugardagur, maí 01, 2004

Ég held svei mér þá að félagslíf mitt hafi aldrei staðið í eins miklum blóma og nú. Að vísu ákvað ég að mæta ekki í 1. maí gönguna vegna lærdóms. En að öðru leyti er lærdómur ekki mikið að þvælast fyrir mér þessa dagana. Sem gæti verið slæmt þar sem það er próf á föstudaginn næsta.

Í ÁTT AÐ BETRA LÍFI

Vegna persónulegra aðstæðna þarf ég að taka upp á þeim ósið að hætta að reykja. Ég líkt og margir aðrir reykingarmenn eru alltaf á leiðinni að hætta en ótrúlegt en satt þá gerist lítið í þeim efnum. Ég hef nokkrum sinnum hætt að reykja í huganum en ég hef ekki hætt að reykja á öllum hinum vígstöðunum.
En eins og áður sagði þýðir ekkert hálfkák núna, ég þar einfaldlega að hætta að reykja. Möguleikinn á að halda áfram að reykja er því miður ekki fyrir hendi.


Til að ná þeim áfanga að verða reyklaus manneskja lagði ég leið mína í apótek til að nálgast hjálpartæki reyklausa mannsins. Meðal annars fékk ég bækling um hversu frábært lífið væri þegar maður væri orðin reyklaus manneskja og bla,bla,bla.

Ég fékk tvo bæklinga, annar þeirra fjallaði um hvernig hægt væri að hætta að reykja en vera ennþá háður nikótíni með að japla á tyggjó, sjúga staut, fá plástra. Hinn var ögn skárri því þar er von um að þurfa ekki að vera kaupa einhverjar vörur endalaust til að vera reykingarlaus. EN eru einhver lög um að reykingabæklingar eigi að vera hallærislegir, væmnir og skrifaðir fyrir hálfvita.
DÆMI
11. dagur: nú er líkaminn að hreinsa út öll eiturefnið, finndu hvað þú lifnar allur við
15. dagur: ef þér langar í sígarrettu dragðu andann djúpt að þér. (mjög líklegt til árangurs eða þannig)
Hringdu í vini þín og segðu við þá: Verið þolinmóð meðan ég er að ganga í gegnum um þetta. Hvetjið mig áfram!

Bæklingar eins og þessi gera ekkert nema að styrkja þá trú manns að reyklaust fólk er pínu ....... (af ótta við hefndaraðgerðir frá reyklausa fólkinu hef ég ákveðið að birta ekki síðasta orðið)