laugardagur, ágúst 13, 2005

Kenningar

Loksins búin að yfirgefa Norðurlandið í bili. En ekki tekur betra við, það er víst kominn tími að bretta upp ermarnar til að fara sumarpróf. Sumarpróf fer mjög ofarlega á listann yfir hluti sem EKKI á að gera yfir sumartímann. En þetta er nú bara ein og hálf vika þannig ég ætti ekki að vera kvarta og veina en ég ætla samt að gera það. Í fyrsta lagi er sól og hiti úti það eitt gerir það nær ómögulegt að lesa undir próf, alveg sama hvað ég les mikið þá kemst ég engan veginn í próffíling, það er enginn annar að læra sem ég þekki og því þarf ég að lesa ein. Sem er gott fyrir einbeitinguna en afar leiðinlegt.

Athyglisgáfan hjá Gumma bró er ekki upp á marga fiska. Ég hélt s.s. suður á fimmtudags-morgun, hringdi m.a. segja heima í hádeginu daginn eftir og spjallaði við Gumma. Svo um kvöldmatarleytið á föstudeginu hringdi Gummi og spurði hvar ég væri. Þá var hann fyrst að taka eftir því að ég hefði ekki verið heima í tvo daga.