þriðjudagur, febrúar 28, 2006

ummhh

Einn kunningi minn minnir mig alltaf á eina manneskju sem ég þekkti og fannst frábær á þeim tíma sem ég þekkti hana. Við nánari kynni var hún ekki eins frábær og í dag er mér hálfilla við hana. Ef ég sé téða manneskju legg ég mig fram um að þurfa ekki að tala við hana því hún minnir mig alltaf á tíma sem ég er feginn að er liðinn. Ég veit samt ekki hvort finnst mér verra að kunningi minn minnir á þessa manneskju eða að það skuli trufla mig að kunninginn minnir mig á hana.

Ég held samt sem áður að ég þurfi að hætta að láta það trufla mig því það er frekar ósanngarnt að láta kunningjann líða fyrir það að minna mig á einhvern sem ég vil ekki hugsa um lengur.