fimmtudagur, mars 30, 2006

Í sól og sumaryl


Æðislegt veður í dag ég er komin í svo mikið sumarskap. Ég vona bara að þetta haldi svona. Ég er annars komin í svo mikinn sumarfíling að mig langar bara að fara að hanga í sundi, fara í grillveislur, labba Laugarveginn, fara í road trip og gera svona sumarhluti. Ég og vinkona mín röltum í miðbæinn í góða veðrinu og áttum hættulegar samræður um hvað það væri nú gott og gaman að reykja. Á tónleikunum hjá Groundfloor um síðustu helgi sem voru haldnir á reykmettuðu kaffihúsi þá gat ég ekki nefnt eina góða ástæðu fyrir að reykja ekki þegar ég labbaði út. Ég hugsa að ég þurfi að fara að minna mig af hverju ég hætti að reykja, af hverju ég vildi hætti reykja og af hverju ég vil frekar vera reyklaus en reykingarkona.