sunnudagur, október 21, 2007

ó, þessir mánudagar!

koma alltaf og minna konu á að hún hefði kannski átt að eyða helginni við að klára verkefnin sem á að skila í þessari viku en ég held samt að það hefði verið mun minna ánægjulegt að eyða helginni í verkefnavinnu æi reddast þetta ekki alltaf...

eitthvað verið að plana norðurför á næstunni en veit ekki alveg hvað verður, "mikilvægt" fjölskyldu partý sem þarf að mæta í um næstu helgi. Það er að vísu aðeins farið að rifjast upp fyrir mér vankantar drykkju sem ég var svo algjörlega búin að gleyma þegar ég var ekkert að drekka, þynnkan er ekkert sérstaklega skemmtileg. hún var það ekki þá og hún er það ekki núna.

-----------------
Markmiðsetning er mjög mikilvæg í kennslu en hún gagnast einnig í daglegu lífi. Ég held að það sé ár síðan ég bloggaði um að takmarkið væri að stíga fæti inn á íslenskt safn. Takmarkinu var náð um helgina en það er kannski spurning um að setja tímamörk á markmiðin til að þau komist kannski fyrr til framkvæmda.