þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Fnæs og arg!!!

Búin að keyra norður til að taka viðtöl

ákveðin búnaður sem kallast upptökutæki er víst nauðsynlegur til að það gangi upp
á eitt þannig en þar sem ég er víst alltaf eitthvað endalaust að flytja og dótið mitt í kössum um allan bæ hef ég ekki glóru hvar það er niðurkomið

þannig að ég fékk lánað upptökutæki, pikkaði það upp á leiðinni norður fékk í staðinn italk sem er mjög sniðugt, á að vísu ekki i-pod en vissi að ég gat fengið eitt stykki þannig lánað á dósinni

fékk i-podinn í hendur seint í kvöld, hlóð hann og ákvað svo að prufa hvort að þetta virkaði örugglega ekki. Þetta virkaði ekki EN ég var samt ekkert að stressa mig á því þar sem ég er ekkert sérstaklega lungin við tæki, hringdi ég til að afla mér upplýsinga en kom að tómum kofa, leitaði þá á náðir netsins til að sjá hvort ég finndi eitthvað þar sem gæti hjálpað mér. Fann upplýsingarnar til þess eins að finna út að fína tækið virkar EKKI í akkúrat i-podinum sem ég held á því hann er víst ekki annara kynslóðar i-podnano.

Klukkan er núna 12, ég fer í viðtalið kl 10 á morgun (eða í dag), búðin já búðin (því það er bara ein búð á blósinni sem selur tölvudót og tengt því)opnar ekki fyrr en klukkan 13 sem er þremur tímum eftir að viðtalið hefst.

Möguleikar mínir eru því takmarkaðir:
ég get leitað vonlausri leit að diktafóninum mínum hér heima og niðri á Ægisbraut, leit sem sjálfsagt mun ekki bera árangur

ég get skundað í Byggjó og athugað hvort þau eigi diktafón til þar

ég gæti keyrt í loftköstum yfir Þverárfjallið til að tékka á því hvort það sé til í Skaffó (þessi er samt svo hæpinn að þetta er eiginlega ekki möguleiki)

ég get farið með eldgamla kasettutækið sem ég og Gummi áttum og er út í bílskúr og skellt kassettu í tækið, farið með í viðtalið og skellt á upptöku.