þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Ferðasagan frá versta frí sem hægt er að fara í

fór til Búlgaríu með Ara, fyrsta vikan gekk vel,sól og hiti, flatmagað á ströndinni, Istanbúl skoðuð og allt bara rosa skemmtilegt

svo

veiktist Ari og læknirinn sem skoðaði okkur keyrði okkur á borgarspítalann (sem er ríkisspítali og aðbúnaðurinn í samræmi við það)

vissum eiginlega ekki hvað var að honum eitthvað var honum illt í maganum
komum á sjúkrahúsið og ég fékk áfall við að sjá sjúkrahúsið. Ég hef aldrei á ævi minni séð eitthvað jafn ömurlegt og þetta sjúkrahús.

ég vildi fara af þessu sjúkrahúsi en nei ekki hægt því það var búið að tékka hann inn og þá vorum við bara föst þar, beið á bráðamóttökunni sem var hræðileg, salernin voru svo ógeðsleg að ég gat ekki hugsað mér að nota þau, með Ara hálf rænulausan af kvölum, skildum ekkert hvað var að gangi nema að einhver læknir benti á magann á honum og sagði á verstu ensku operratttion án þess að það væri eitthvað búið að skoða hann almennilega

biðum á ganginum, skildum ekki neitt hvað var í gangi, enginn talaði ensku og við tölum ekki búlgörsku svo kom einhver og fór með okkur annað og vissum ekkkert hvert væri verið aðfara með okkur en enduðum á skurðstofudeildinni þar sem aðbúnaðurinn var hræðilegur, enginnklósettpappír á salerninu, gólfin frekar skítug, rúmfötin með gömlum blóðblettum í og við höfðum ekki hugmynd um hvað væri að Ara né hvað væri verið að fara gera við hann

eftir tvo og hálfan sólarhring var svo farið með hann í rannsóknir og hann drifinn í aðgerð og við vorum varla að ná því hvað væri verið að fara að gera við hann en fengum að vita eftir að aðgerðin var búin að botnlanginn var tekinn hann hafði fengið þá botnlangabólgu en við vitum ekki hvort hann var sprunginn og við höldum að hann hefði líka verið með matareitrun og einhverja sýkingu

hann er allavegana í lagi núna og við komust til Íslands sem stóð ansi tæpt þannig að allt erí lagi núna en kræst hvað þetta var hræðileg vika sem ég vil aldrei aftur upplifa

Fuck Búlagaría

montaði ég mig virkilega við einhvern um að ég væri að fara í sólina í Búlgaríu

ég ætla aldrei aldrei aftur að fara með Ara þangað

þetta var ekki ömurlegt þetta var eitthvað miklu miklu meira síðasta vika er búin að vera ein af hræðilegust vikum sem ég hef upplifað

ég og Ari komum til Íslands í gær og ég fór næstum því að grenja þegar ég kom heim til pabba ég var svo fegin að hafa komist heim frá Búlgaríu