fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Væl og grenj

Aðaltilgangur bloggs er auðvita til að barma sér, kvarta og kveina!!

Ég er búin að vera með hálsbólgu alla vikuna, það rennur stanslaust úr nefinu á mér (flott, já mjög flott), mér er illt í helvítist löppinni (að sjálfsögðu hægri, allt slæmt sem kemur frá hægri), hendin á mér er að fara að komast á það stig að neita að pikka meira og í öllu þessu endemis volæði er ég búin að gera verkefni (sem er reyndar mjög skemmtilegt) EN já þetta er kvart og kvein blogg vantar mikilvæg gögn til að geta gert þetta nógu vel OG síðan á ég eftir að baka muffins fyrir tímann á morgun.

afmælisbarn dagsins fær samt sem áður afmæliskveðju og laufey hamingjuóskir með litlu skvísuna sína sem er ógurlega mikil dúlla allavegana af myndunum að dæma.

ég get ekki beðið eftir föstudeginu þá mun ég halla mér að gin-flöskunni sem fulla uppastelpan skildi eftir um síðustu helgina og ..............(þið megið fylla upp í eyðuna)

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

en allt fór vel að lokum

eftir að hafa grenjað út i-pod af nýjustu tækni af ungmenni hér í bæ var lítið mál að taka upp og kræst hvað þetta er miklu, miklu, miklu þægilegra að taka viðtöl með i-talk heldur en þessum bölvuðum upptökutækjum, á að vísu eftir að finna út hvernig ég kem þessum gögnum í blessaða tölvuna!

það er svo fínt samt að vera hér á blósinni
þarf ekki að ákveða hvað er í matinn né að elda hann (ekki að það fari mikið fyrir eldamennskunni)

bílinn getur verið ólæstur allan sólarhringinn sem er FRÁBÆRT þegar kona er með læsingar sem láta illa að stjórn.

það er hægt að skilja bílinn eftir í gangi (ég veit að það er ekki það umhverfisvænasta í geiminum) en það er svoooo þægilegt þegar frost er á morgnana og konan ekki nennt að skafa almennilega

fullt af "uppbyggilegu" lesefni

og það er svo stutt á milli staða til dæmis í morgun þurfti að mæta kl:10 fór út eitthvað um hálf tíu, fór í byggjó, í vinnuna til mömmu og mætti samt 10 mínútum fyrir.

og það flæðir allt í dagblöðum hérna á mýrarbrautinni meira að segja er boðið upp á DV.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Fnæs og arg!!!

Búin að keyra norður til að taka viðtöl

ákveðin búnaður sem kallast upptökutæki er víst nauðsynlegur til að það gangi upp
á eitt þannig en þar sem ég er víst alltaf eitthvað endalaust að flytja og dótið mitt í kössum um allan bæ hef ég ekki glóru hvar það er niðurkomið

þannig að ég fékk lánað upptökutæki, pikkaði það upp á leiðinni norður fékk í staðinn italk sem er mjög sniðugt, á að vísu ekki i-pod en vissi að ég gat fengið eitt stykki þannig lánað á dósinni

fékk i-podinn í hendur seint í kvöld, hlóð hann og ákvað svo að prufa hvort að þetta virkaði örugglega ekki. Þetta virkaði ekki EN ég var samt ekkert að stressa mig á því þar sem ég er ekkert sérstaklega lungin við tæki, hringdi ég til að afla mér upplýsinga en kom að tómum kofa, leitaði þá á náðir netsins til að sjá hvort ég finndi eitthvað þar sem gæti hjálpað mér. Fann upplýsingarnar til þess eins að finna út að fína tækið virkar EKKI í akkúrat i-podinum sem ég held á því hann er víst ekki annara kynslóðar i-podnano.

Klukkan er núna 12, ég fer í viðtalið kl 10 á morgun (eða í dag), búðin já búðin (því það er bara ein búð á blósinni sem selur tölvudót og tengt því)opnar ekki fyrr en klukkan 13 sem er þremur tímum eftir að viðtalið hefst.

Möguleikar mínir eru því takmarkaðir:
ég get leitað vonlausri leit að diktafóninum mínum hér heima og niðri á Ægisbraut, leit sem sjálfsagt mun ekki bera árangur

ég get skundað í Byggjó og athugað hvort þau eigi diktafón til þar

ég gæti keyrt í loftköstum yfir Þverárfjallið til að tékka á því hvort það sé til í Skaffó (þessi er samt svo hæpinn að þetta er eiginlega ekki möguleiki)

ég get farið með eldgamla kasettutækið sem ég og Gummi áttum og er út í bílskúr og skellt kassettu í tækið, farið með í viðtalið og skellt á upptöku.

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Sunnudagar eru svo dásamlegir

vaknaði að vísu alltof snemma miðað við sunnudag

er búin að hlusta á Hugrúnu láta ljós sitt skína í kópavogskirkju ásamt fleira kórafólki, fékk að vísu smá guðsorð með en það slapp

éta heilan kexpakka af Uppáhaldskexinu mínu

og búin að uppgvöta að það sé 4. nóvember í dag arg! þarf víst að klára eitthvað sem tengist þessum blessaða skóla í dag, veit ekki af hverju en mér fannst eins og það væri mjög langt í 5. nóv....

og dagurinn er bara hálfnaður jei:)