föstudagur, september 30, 2005

Kók-kvöld


Groundfloor í kvöld jei:) hér má sjá mynd af söngvaranum,
ég ætlaði að skella inn mynd af hljómsveitinni í heild
sinni en þær voru allar eitthvað svo vafasamar þannig að
óli varð þess heiðurs njótandi að fá mynd af sér:)þrjár
myndir af því ég er ekki alveg að kunna á þetta.

fimmtudagur, september 29, 2005

Helgin í nánd

Dagurinn í dag getur ekki annað orðið en góður. Mér finnst Ísland í bítið að öllu jöfnu eitt það leiðinlegasta sjónvarpsefni í öllum geiminum en í morgun hlutsaði ég hugfangin því Björgvin G. Sigurðsson var að mala. Að vísu skemmdi svolítið fyrir að Pétur Blöndal var einnig í viðtalinu og því miður var hann líka alltaf eitthvað að gjamma en röddin hans er líkt og eitthvað óþolandi suð sem hættir ekki.

Skvísuhittingnum var frestað vegna anna. Við erum allar svo busy og ómissandi:)

Bjórkvöld í kvöld hjá uppeldisfræðinni. Það fer allur sjarminn af þeim þegar ekki er hægt að þjóra ölið líkt og allir hinir. Ég ætlað samt að kíkja aðeins, ég á nú reyndar ekki von á því að ég nenni að hanga lengi en það er aldrei að vita. Annars er mig búið að hlakka til alla vikunnar fyrir annað kvöld en Óli og þeir eru að spila á café rosenberg. Ég mæli eindregið með að allir skelli sér, ég ber þá leyndu von í brjósti að einn daginn biðji þeir mig að syngja með sér.

laugardagur, september 24, 2005

Hernaðaráætlunin

Ég hef stundum áhyggjur af athyglisgáfu minni, ég var til dæmis aldrei búin að linka á Önnu Dögg þrátt fyrir að ég kíki reglulega á bloggið hjá henni. En núna er ég búin að kippa því í laginn og Anna komin á sinn sess.

En eftir að ég var búin að kveikja á athyglisgáfu minni tók ég eftir því að Auður linkar ekki á mig. Það kom mér á óvart þar sem við erum mikilir kunningjar og höfum þekkst lengi. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að hún linkar ekki á mig. Hún gæti hugsanlega gleymt því líkt og ég gleymdi að linka á Önnu Dögg. Henni getur fundist bloggið mitt ekki í takti við aðra sem linkar á og síðast en ekki síst gæti henni einfaldlega fundist bloggið mitt leiðinlegt og linkar þar af leiðandi ekki á mig. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu og skoðaði þá sem hún linkar á og að mínu áliti myndi bloggið mitt sóma sér vel í þeim hópi. Ég útilokaði að henni finnist bloggið mitt leiðinlegt og því tel ég að hún hafi einfaldlega gleymt því.

Því er ég komin með áætlun sem miðar að því að fá link hjá Auði á bloggið mitt.
Fyrst byrja ég á að blogga um það í von um að Auður lesi það og myndi setja link á mig í kjölfarið
en Auður er ekki vön á að láta kúga sig til að gera eitthvað sem hún vill ekki og því tel ég mjög líklegt að ég þurfi að grípa til annarra ráða.

Næsta skref felur í sér að setja miða með slóðinni að bloggsíðunni heima hjá henni á ýmsum stöðum. Það er samt stór galli á þessum lið að sökum þess hve íbúðin þeirra Auðar og Freys er lítil tel ég nær ómögulegt að koma þessum miðum fyrir án þess að vera gómuð við það.

Þriðji valkostur er einfaldlega að múta henni með barnapössun, linkur í staðinn fyrir barnapössun. Nýbakaðir foreldrar þurfa oft á því að halda að láta passa fyrir sig. En frá siðferðislegu sjónarhorni, þá er frekar lágkúrlegt að krefja fólk í neyð um eitthvað því er ég ekki viss um að ég gæti látið verða af því.

Að lokum datt mér í hug að leigja flugvél og láta hana hringsóla heilan dag yfir Reykjarvíkurborg með borða þar sem á stæði Auður, viltu linka á mig.

föstudagur, september 23, 2005

Klukkuð

Ég fór eftir leiðbeiningunum hjá Hugrúnu við að velja hvaða 5 atriði kæmust á blað.

1. Ég rífst ennþá við bróður minn um hver eigi hvaða sæti við eldhúsborðið.

2. Ég er með of liðuga liði. Ég get víst ef ég myndi æfa mig orðið eins og sirkusfríkin sem pakka sér saman í oggulítinn kassa. Mér finnst þetta sérstaklega fyndið því ég er eins sú stirðasta í heimi. Ég hef t.d. aldrei getað farið í handahlaup.

3. Vinir mínir hafa haldið styrktartónleika fyrir mig.

4. Ég er hrikalegur bókaormur þegar ég er á Blönduósi. Bókasafnsverðinu þar finnst þó valið mitt á bókum oft á tíðum alveg fyrir neðan allar hellur og laumar oft bókmenntum með ruslinu sem ég les.

5. Ég týni símanum mínum, bíllyklum og veskinu mínu svona 10 sinnum á dag.

Ég held ég sleppi því að klukka einhverja því flestt þau sem ég les blogg hjá hafa verið klukkaðir.

skvísuhittingur....

í vikunni. Rakst á hana Laufey í morgun og tók að mér það vandasama verk að hóa í ykkur. En ég var að hugsa um fimmtudagskvöldið? ég þarf aðeins að leggja höfuð í bleyti varðandi staðsetninguna en hún verður komin eftir helgi:)

mánudagur, september 19, 2005

lilli klifurmús

Það voru réttir heima um síðustu helgi og ég í einhverju "ég ætla að vera voða dugleg að læra" kasti ákvað að sleppa að fara. Ég ætla ekki að taka aftur svona kast að sjálfsögðu dauðsá ég eftir því að hafa ekki farið. En ég var reyndar voða fegin á sunnudaginn að sleppa að húka í bíl og koma seint heim og vakna mygluð í dag.

Gísli Marteinn er annars alls staðar, var að rölta í strætó, þegar smettið á honum teppaði göngustíginn fyrir eitthvað viðtal. Ef ég fer einhvern tímann í framboð þá vildi ég hafa samböndin hans. Þessa dagana ef tekin er ákvörðun í borgarstjórn þá er Gísli mættur á svæðið til að tjá álit sitt, öllum til mikillar gleði og ánægju. Er ég sú eina sem finnst það undarlegt að Gísli sé alltaf að blaðra í stað Vilhjálms, sérstaklega í ljósi þess að Gísli er bara varaborgarfulltrúi.

sunnudagur, september 18, 2005

Arrg

Sumar gjörðir hafa alveg skelfingar afleiðingar!

laugardagur, september 17, 2005

Heimsyfirráð

Ég þreytti frumraun mína sem barnapía á Guðrúnargötunni í vikunni. Það gekk alveg ljómandi og ekki hægt að kvarta yfir barninu sem leyfði nýju barnapíunni meira að segja að svæfa sig.

Ég fékk svona nettan Buddu Páls fíling í gærkveldi er ég keyrði barnavagninn eftir Brávallagötunni með Risk-spili innanborðs en engu barni:) Drífa náði að sigra heiminn með að söðla undir sig þrjár heimsálfur, geri aðrir betur. Bush ætti kannski að íhuga að fá hana í ríkisstjórn með sér.

Ég sé annars fram á afskaplega rólega helgi, ég ákvað að sleppa réttunum í þetta sinn og í stað þess að bretta upp ermarnar og vera dugleg við að lesa. Uppgvötaði ég ætti nú eiginlega bara að liggja í leti því ef ég hefði farið norður hefði ég hvort sem er ekkert lært!

fimmtudagur, september 15, 2005

LÍN

Ég átti einkar ánægjuleg samskipti við lánsasjóð námsmanna í morgun. Nú bíð ég með bros á vör eftir lokagreiðslu námslána. Ég mun eyða deginum í hvað ég gæti hugsanlega eytt fjárhæðinni. Dagurinn er rétt hálfnaður og óskalistinn minn lengist og lengist með hverri mínútunni.

1. i-pod
2. bíll
3. helgarferð til London
4. skólastaska
5. íþróttabuxur
6. tilvonandi geisladiskinn með groundfloor

Ástæðan fyrir hversu seint ég er að fá lánið er vegna þess að ég veiktist síðasta haust. LÍN kemur svo sannarlega á móts við námsmann og býður upp á sveigjanleika í námi. Hægt er að sækja um ræflastyrk ef viðkomandi nær ekki tilskildnum einingafjölda og þá er hægt að fá 75%lán sem er frábært og miklu betra en að fá 0%lán. Sveigjanleikinn var þó ekki meiri en það að umsókn minni var hafnað því ég hafði ekki náð tilskildnum einingafjölda!!! en það var einmitt ástæða fyrir umsókn minni. Ég dreif mig í sumarpróf og þar með náði ég lágmarkseiningafjölda fyrir 75%lán og þjónustufulltrúinn tilkynnti mér með bros á vör að ég þyrfti ekki einu sinni að skila inn læknisvottorði því einingar mínar dygðu fyrir 75%láni.

þriðjudagur, september 13, 2005

Hversdagsleikinn

Fyrsta vikan búin í skólanum og allt að komast í fastar skorður. Mér finnst kennar alltaf jafn bjartsýnir með sitt lesefni, ég veit alla vegana hvað ég ætti að gera í frítímanum í vetur svo er alltaf spurning um hversu dugleg ég verð að lesa. Annnars er það nú alltaf fyndið hvað maður er fullur fyrirheitar í upphafi annar um hvað maður ætli nú að vera skipulagður, mæta vel í tíma og mæta alltaf vel lesin tíma o.s.frv.

Risk-kvöld á föstudaginn... gæti endað með heimsyfirráðum

laugardagur, september 10, 2005

i-pod

ég geri lítið annað þessa dagana en að dreyma um svona tæki. Í vikunni fékk ég lánaðan mp3-spilara hjá litla bróður mínum og þvílíkur munur að taka strætó. Í fyrsta lagi verður biðin eftir strætó þokkaleg og ég slepp við að hlera samtöl annarra sem ég annars geri alltaf. Er búin að vera að skoða á netinu tilvonandi mp3, mér finnst þessi flottastur
en mér finnst líklegara ef það myndi koma til þess að ég fjárfesti í mp3-spilara að einhver lítil, handhægur og ódýr líkt og þessi
yrði fyrir valinu.

föstudagur, september 09, 2005

Söngfuglar

Háskólakórinn heldur inntökupróf núna á sunnudaginn 11. september kl.17:00 og á mánudaginn 12. september kl. 18:00 í Neskirkju og er ætlunin aðtaka inn heilan helling af skemmtilegum söngfuglum.

Það er spurning um að skella sér?

þriðjudagur, september 06, 2005

Framhaldsskólanemar

ég var búin að gleyma framhaldsskólakvikindunum en í strætó er krökt af þeim, símalandi, misgáfulega með þessari hátíðnirödd. Ég fæ hroll eftir bakinu.

Skólinn er annars að komast af stað sem er alltaf jafn gaman á haustin.

laugardagur, september 03, 2005

Þá er það skólinn

Hann byrjar á mánudaginn með öllu sem því tilheyrir.
Ferðin suður var samt kostuleg, bílstjórinn var ekki alveg með á nótunm og þegar við mættum löggunni og hún sagði jess, bæði á löglegum hraða og á réttum vegarhelming. Þá fór ég að telja kílómetrana þangað til við kæmum suður.

Afmælisveisla í kvöld hjá Dögginni.