föstudagur, september 29, 2006

Konur eru aumingjar

Var í tíma um daginn þegar barst til tals frasinn "þú keyrir eins og kelling" og fleiri í svipuðum dúr. Rætt var ýmsar hliðar á þessu og þetta væri nú frekar niðrandi fyrir konur almennt. Einn strákur steig þá fram og útskýrði frasann fyrir okkur hinum þetta er sem sagt ekkert verið að beina þessu beint að konum. Þegar einhver segir þú keyrir eins og kelling þá er verið að meina þú keyrir eins og aumingi. Nota bene þá átti þetta samtal sér stað í Kynjafræði og ég ætlaði að brjálast úr hlátri, strákurinn var ekki að ná NEINU af því sem fram fer í tímunum.

Þetta er eftir sem áður niðrandi frasi, það gerir lítið úr konum til lengdar að vera alltaf að líkja þeim við aumingja.

Stuttu seinna rakst ég á kunningja minn á förnum vegi og jafnréttismál bárust í tal. Hann soldið pirraður "ég bara þoli ekki þessa helvítis öfgafullu feminista" ég styð jafnrétti, ekki öfgafulla femnista. Ég hef aldrei áttað mig á hvað er verið að meina með öfgafullum feminstum, eru það konur og karlar sem berjast af einurð og festu fyrir réttindum kvenna eða eru það konur og karlar sem ganga um götur borgarinnar og skelfa karla, sitja fyrir þeim og kasta eggjum í bílana þeirra.

hvað er öfgafullur feminsti?

þriðjudagur, september 26, 2006

Ein lítil búin ein stór eftir

Loksins búin að klára litlu ritgerðina mína sem þýðir að ég verði að hefjast handa við stóru ritgerðina. Ég fæ martraðir við tilhugsunina að ég muni ekki klára hana, hún búin týnast eða eitthvað verra og ég næ ekki að útskrifast... Bömmer. Eina ráðið við því er líklegast að vera OFUR, OFUR dugleg næsta mánuðinn og rumpa þessari elsku af.

Svo styttist í að ég geti dregið fram dansskóna mína og dans-
drykkina... sem oftast inniheldur vökva með áfengismagni í. Afleiðingar af því að drekka "dansdrykki" geta verið margvíslegar. Til dæmis að dansa mikið og lengi, segja sömu söguna aftur og aftur, fara á trúnó inn á salerni, sjá tvöfalt (eins og myndin:), Sökum þess hversu langt er síðan ég drakk þá man ég einungis eftir hversu gaman og skemmtilegt það var og hlakka ógurlega mikið til að fara súpa aftur á þeim.

fimmtudagur, september 14, 2006

Þjóðarbókhlaðan



Ég hef aldrei verið mikil aðdáandi þess að læra á Þjóðarbókhlöðu. Það er nokkur atriði sem saman gera það að helvíti á jörð að læra þar.

Hljóð eiga það til að magnast upp, blaðaskrjáf hljómar líkt og sprening, hvískur samnemanda er eins og einhver standi við hlið manns og öskri í eyrað á manni.
Veitingasalan er dýr, dýr, dýr og úrvalið ekki upp á marga fiska
Ekki er leyfilegt að hafa vatnsflösku á borðinu né eitthvað gott til að narta í.
Príla þarf óendalega marga stiga til að komast á áfangastað.
Annað hvort er hitinn eins og í maður sé staddur í miðri eyðimörk eða að kuldinn nístir mann inn að beini.
Fólk er endalaust að ráfa fram og til baka, fram og tilbaka og truflar einbeitinguna

EN EN

í dag gerði ég tilraun til þess að læra þar og það gekk. Meira en gekk, í fyrsta skipti síðan ég hóf skólagönguna, fannst mér bara fínt að læra þar. Kom alveg ótrúlega miklu í verk á skömmum tíma og sé fram á að geta hespað ritgerðardruslu sem ég átti að vera löngu, löngu, löngu búin að klára um helgina jei, jei, jei, jei. Svo er spurning um að fara að draga Drífurnar með sér til að byrja á þessari BA-ritgerð svo ég verði ekki ein af þessu B.M.A.N.R. (Búin með allt nema ritgerðina)

Tók loks ákvörðun um að vaka eftir Magna eftir að Kristín tilkynnti að hópferð væri upp í Grafarvog til að fylgjast með "síðasta" þættinum. Vona bara að það eigi ekki eftir að koma mér í koll því ég verð að mæta í tímann í fyrramálið. En ég er orðin algjör Rock star aðdáandi mér finnst alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þessu.

miðvikudagur, september 13, 2006

hjhkj

sunnudagur, september 10, 2006

Kæru Flokksfélagar!

Tók það stóra skref á dögunum að skrá mig í stjórnmálaflokk. Tilgangurinn var þó eingöngu til að styðja vinkonu mína í formannsembætti, "hvert atkvæði skiptir máli". Vaknaði eldsnemma og fór austur fyrir fjall til að sitja allan, allan daginn á fundinu um hitt og þetta.

Kosning til embætta var það eina sem ég hafði áhuga á. En til að geta að látið atkvæðið mitt af hendi var víst nauðsynlegt að sitja nær allan fundinn. Annað væri dónaskapur. Systir Freys tilkynnti mér það að væri óþolandi fólk sem mætti bara til að kjósa. Ég vil ekki vera óþolandi þannig að fundinn sat ég og beið og beið full tilhlökkunar eftir að geta kosið.

Eftir því sem leið á fundinn magnaðist spennan að mínu áliti og sá ég fyrir mér æsispennandi kosningar. Þegar loksins dró til tíðinda og tilkynnt var að kosning hæfist eftir smá stund koma það óvænta sem ég hafði alls ekki reiknað með. Kosning væri óþörf þar sem einungis eitt framboð hefði borist í hvert embætti.

Vonbrigði mín voru gífurleg

En ég tók þó gleði mina fljótt aftur þar sem vinkonan er nú orðin formaður

Þetta var nú reyndar ekki með öllu alslæmt. Ég skemmti mér ágætlega, fundurinn áhugaverður, fólkið skemmtilegt og það sem öllu máli skiptir málefnin góð. Ekki vottur af frjálshyggjuhugsun en á henni hef ég mesta andstyggð á.



Næsta mál á dagskrá SKVÍSUHITTING, SKVÍSUHITTING. Mig langar á skvísuhitting núna, núna, núna, núna

föstudagur, september 08, 2006

Kórsalavindurinn

Heima hjá mér vakna ég iðulega við hvínandi rok og læti, held iðulega að það sé brjálað veður. Hringi yfirleitt í einhvern sem býr ekki uppi í móum og er þá oftast tilkynnt að það sé ekkert að veðrinu og enginn afsökun til að væflast eitthvað heima vegna veðurs. Það er ekki venjulegt hvað er hvasst alltaf hérna í Kórsölunum.

Fór í skólann í gær, í 10 mínútur eða svo.
Þar sem mín yndislega deild býr við stöðugan fjárskort kemur oft fyrir að úrvalið sé minna en ekki neitt. Þar sem stefnan er að reyna klára BA-prófið um jólin vantar mig nauðsynlega einhvera einingar hér og þar.
Kom í tímann í gær alltof sein (betra að vera sein og sæt en fljót og ljót samkvæmt Helga)strunsaði inn í tímann og hreytti í einhvern 1. árs nema hvort þetta sæti væri laust. Settist, dró upp blokkina mína og penna leit í kringum mig með öllu mínu lokaársyfirlæti, þekkti enga, námsefnið ótrúlega leiðinglegt og strunsaði aftur út. Ömurlegt að vera svona eftirlegukind!!!

Hveragerði er málið um helgina; Auði í formann, Auði í formann.... en samkvæmt orðinu á götunni mun hún bjóða sig fram í formann ung vinstri græna
og svo Drafnartjútt á laugardaginn ég get ekki beðið eftir að byrja aftur að þjóra ölið

sunnudagur, september 03, 2006

Haustið

Sumarið búið ef sumar mætti kalla, haustið að koma það er nú reyndar komið fyrir norðan og allt sem fylgir því. Meðal annars að byrja aftur að blogga... Veit ekki hvað það er en ég hef aldrei nennt að blogga yfir sumarið en þar sem haustið er á næsta leyti þá er kominn tími til að byrja aftur að blogga.

Næstu færslur munu nú líklegast bera þess merki að ég er komin úr allri bloggæfingu