fimmtudagur, janúar 22, 2004

ÓLI TÓMAS Á AFMÆLI:) TIL LUKKU efast samt um að hann skoði bloggið en skiptir engu
Ég á í ást-haturs sambandi við fiskibollur. Ég fæ vatn í munninn þegar ég sé að þær eru á boðstólnum, nýt hvers munnbita en um leið og ég er búin með þær er ég komin með óbragð í munninn og illt í maganum og heiti því að borða þær aldrei aftur.

Sigríður átti strák í gær:) Tók víst sinn tíma en tókst...

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Skólinn byrjaður aftur... Ég er ekki í neinum skólafíling en vonandi kemur hann þegar líður á. En þið öll sem hafið ekkert merkilegt að gera í kvöld þá endilega koma á fund hjá h-listanum kl: 19:30 á Vídalín.

Herbergið mitt er frábært fyrir utan hversu kalt verður í því á nóttinni sem gerir það verkum að ég þarf að sofa kappdúðuð undir mörgum lögum af teppum og sængum. Framan af vetri hélt ég nú í vonina um að finna einhvern sem gæti hlýjað mér en það hefur ekki gengið vel þannig ég er búin að fjárfesta í mjög öflugum hitablásara. Það eru ekki til nógu stórfengleg orð til að lýsa því hvernig það er að sofa í hlýju herbergi:)

Muna allir að koma á fund í kvöld!!

föstudagur, janúar 16, 2004

Komin í siðmenninguna...
stefnan á að detta ærlega í það í kvöld:)

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Veðurguðirnir eru mér ekki hliðhollir, engin rúta í þrjá daga. Ég sé fram á að þurfa að bíða með suðurferð mína til vorsins...

sunnudagur, janúar 11, 2004

Ég fór að grenja úr gremju á föstudagskvöldið, að Ardís skyldi tapa fyrir manneskju sem getur ekki sungið er ömurlegt!!! Stærsta hneysksli íslandssögunnar...

Markmið vikunnar:
badminton
skrá sig í stjórnmálaflokk
fara suður
djamma

Ég er yfir mig undrandi yfir þessum skotum frá óþokkanum, ég veit ekki betur en að ég hafi hagað mér eins og siðprúðri stúlku sæmir þann tíma sem ég hef dvalið á blönduósi.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en 19.janúar sé þó ekki fram á að hefja skólagöngu aftur þvi ég verð dauð úr aðgerðarleysi!!!
Ekki búin að fá eina einustu einkunn, ekki einu sinni úr próflausa áfanganum...