laugardagur, desember 03, 2005

Próf

úff tími sjálfsvorkunar og þess að sjá allt annað í hillingum er runninn upp.
í dag vildi ég til dæmis frekar gera:

-taka til, tvisvar á ári alltaf á prófatímanum er bara gaman að taka til.
-blogga, alltaf tími til þess sem og að lesa blogg annarra
-þrífa bílinn, aldrei er jafn ómögulegt að keyra um á skítugum bíl en í prófum
-skrifa jólakort, hef ekki sent jólakort í tvö ár

og svo mætti lengi telja.