föstudagur, apríl 20, 2007

Það er búið að vera í deiglunni í smá tíma að fara í jóga í Laugum, gerði fyrstu tilraunina síðasta miðvikudag, ranglaði eitthvað um þá, skimaði út um allar áttir en fann ekki salinn þannig ég gafst upp smellti heyrnartólunum á og horfði hugfanginn á áströlsku sápuna. Fór síðan í dag og það var forvitnilegt, einu skiptin sem ég hef farið í jóga þá hefur það verið í öruggu skjóli innan veggja heimilins einungis ég og Guðjón Bergman (á dvd) sem sýnir hvernig fara eigi að þessu, ég fylltist því pínu öryggisleysi þegar ég kom í salinn ekki alveg viss um hvar ég ætti að sitja