þriðjudagur, mars 04, 2008

Það er óvenju margt sem hefur komið mér óvart síðustu daga líkt og

það er búið að breyta í kaupfélaginu heima, ég lenti í stökustu vandræðum með að finna það sem ég ætlaði að kaupa, EKKERT var á sínum stað.

Það er drullu langt til Akureyrar, ég hef aldrei keyrt í einum rikk frá reykjavík til akureyrar og djöfull er langt þangað...

sjá Steinunni í MA-fíling

hitta Sonju og manninn hennar sem getur gert slef-sápukúlur

að heyra heimspekinginn syngja (hræðilegt í einu orði sagt) ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri hvað fólk getur í raun og veru sungið illa og verð enn staðfastari í því að hefja ekki upp söngraust mína á almannafæri

en það sem kom mér ekki óvart að ég er ekki enn búin að fá nýju fínu síðuna mína sem mér var lofað fyrir nokkru og ég mun gráta mig í svefn þangað til að hún verður að veruleika