mánudagur, desember 17, 2007

Jólatossalistinn

er að verða svo stuttur, kláraði jólakortin í dag og um helmingur þeirra er alveg sérlega glæsileg því Jenný Rebba (lijubarn) sá um að myndskreyta kortin, mjög flott ég er að vísu ekki sú besta að skrifa á kortin því hendin þreytist pínu á skrifum þannig að fyrstu jólakortin er með einhverjum skemmtilegum kveðjum en er leið á varð þetta mjög hnitmiðað og stutt... gleðileg jól, jólakveðja Erla.

ég er samt að bilast á þessari rigningu, það er nákvæmlega ekkert jólalegt að hafa rok og bleytu og meiri bleytu en ég er að vísu komin með JÓLADISKINN sem er ófáanlegur í skífubúðunum en óprúttinn aðili náði í hann fyrir mig af netinu og brenndi hann.

Stefnan svo tekin norður í vikunni.