mánudagur, ágúst 15, 2005

Framkvæmdagleði:)

Það klikkar ekki að þegar ég les fyrir próf þá kemur yfir mig svo mikill framkvæmdarandi. Ég er yfirleitt komin með lista eftir nokkra daga yfir hluti sem væri svo skemmtilegt að gera.

1. ég get ekki beðið eftir að læra undir hitt prófið, það verður svoo miklu skemmtilegra.
2. Reikningar, alveg bráðnauðsynlegt að raða þeim fallega í möppu
3. Hreingerningar, það er aldrei eins skemmtilegt eða nauðsynlegt að þrífa en einmitt nú
4. Sund
5. Heimsóknir, hvað það væri nú gaman að kíkja á einhverja sem ég hef ekki séð endalaust lengi.

og ég gæti haldið endalaust áfram.....