sunnudagur, apríl 02, 2006

....

Heyrði í uppáhaldssímavini mínum í gær.

Sem var gaman, reyndar mjög gaman. Talaði mikið og hlustaði, ég held að hann sé einn af fáum sem getur talað mig í kaf. Og hló, hló svo mikið að ég fékk verki í magann.

Þegar ég var sem veikust var það oft í einu skiptin sem ég gat hlegið eitthvað af viti.

Ég vældi stundum óheyrilega mikið í honum, örugglega ekki það skemmtilegasta í heimi að hlusta á veikindaraus en hann lét sig hafa það. Leyfði mér að rausa og kom mér síðan til að hlæja.

Nú þarf ég að ekki að væla eins mikið, sem er gott. Vonandi kemur einhvern tíman að því að ég þurfi ekkert að rausa við hann.