miðvikudagur, apríl 05, 2006

Jafnréttisgrýlan

Einhvern tímann í síðustu viku var Víkverji (í morgunblaðinu) að lýsa áhyggjum sínum yfir því að sjaldan eða aldrei er gripið til aðgerða eða að Feministar láti í sér heyra þegar karlar verða fyrir kynjamisrétti. Kæri Víkverji ástæðan fyrir því er einföld. Karlar verða í fáum tilvikum fyrir kynjamisrétti. Í raun má segja að það séu einungis í tveimur tilvikum sem karlar verða fyrir kynjamisrétti, þ.e. í forræðismálum og fæðingarorlofi.

Konur aftur á móti líða fyrir kyn sitt á fleiri sviðum.
Sem dæmi má nefna

Launamisrétti
Kynbundinn launamunur, þ.e. þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar, er 14%.

Skóli
Strákar fá að meðaltali 70% athyglinnar í tímum, stelpur fá rest.
Færri konur í doktorsprófi
Konur hafa færri tækifæri til að komast í prófessorstöður við Háskóla

Stjórnmál
Af sveitarstjórnarfulltrúum eru konur 30%
Af alþingsmönnum eru konur í minnihluta
Af formönnum stjórnmálaflokka er ein kona

þær vinna ólaunaða vinnu (heimilsstörf og barnastúss) í mun meira mæli en karlar, þær verða ekki stjórnarformenn, þær verða frekar fyrir heimilsofbeldi og svo framvegis.

Þetta er ástæðan fyrir því að lítið heyrist þegar hægt er að finna eitt og eitt tilvik þar sem karlar verða fyrir kynjamisrétti. Karlar verða bara svo miklu, miklu sjaldnar fyrir kynjamisrétti. Kynjamisrétti veldur því ekki að þeir fái lægri laun, verri stöður, verri atvinnutilboð, séu fastir heima yfir börnum og heimilsstörfum og svo mætti lengi halda áfram. En konur finna fyrir áhrifum kynjamisréttis á svo mörgum sviðum.

Þess vegna er eytt meira púðri í að auka hlut kvenna og vekja athygli á því misrétti sem þær eru svo oft beittar.

Í þeirri von um að kynjamisrétti muni heyra fortíðinni til.