Þjóðarbókhlaðan

Ég hef aldrei verið mikil aðdáandi þess að læra á Þjóðarbókhlöðu. Það er nokkur atriði sem saman gera það að helvíti á jörð að læra þar.
Hljóð eiga það til að magnast upp, blaðaskrjáf hljómar líkt og sprening, hvískur samnemanda er eins og einhver standi við hlið manns og öskri í eyrað á manni.
Veitingasalan er dýr, dýr, dýr og úrvalið ekki upp á marga fiska
Ekki er leyfilegt að hafa vatnsflösku á borðinu né eitthvað gott til að narta í.
Príla þarf óendalega marga stiga til að komast á áfangastað.
Annað hvort er hitinn eins og í maður sé staddur í miðri eyðimörk eða að kuldinn nístir mann inn að beini.
Fólk er endalaust að ráfa fram og til baka, fram og tilbaka og truflar einbeitinguna
EN EN
í dag gerði ég tilraun til þess að læra þar og það gekk. Meira en gekk, í fyrsta skipti síðan ég hóf skólagönguna, fannst mér bara fínt að læra þar. Kom alveg ótrúlega miklu í verk á skömmum tíma og sé fram á að geta hespað ritgerðardruslu sem ég átti að vera löngu, löngu, löngu búin að klára um helgina jei, jei, jei, jei. Svo er spurning um að fara að draga Drífurnar með sér til að byrja á þessari BA-ritgerð svo ég verði ekki ein af þessu B.M.A.N.R. (Búin með allt nema ritgerðina)

<< Home