Kórsalavindurinn
Heima hjá mér vakna ég iðulega við hvínandi rok og læti, held iðulega að það sé brjálað veður. Hringi yfirleitt í einhvern sem býr ekki uppi í móum og er þá oftast tilkynnt að það sé ekkert að veðrinu og enginn afsökun til að væflast eitthvað heima vegna veðurs. Það er ekki venjulegt hvað er hvasst alltaf hérna í Kórsölunum.
Fór í skólann í gær, í 10 mínútur eða svo.
Þar sem mín yndislega deild býr við stöðugan fjárskort kemur oft fyrir að úrvalið sé minna en ekki neitt. Þar sem stefnan er að reyna klára BA-prófið um jólin vantar mig nauðsynlega einhvera einingar hér og þar.
Kom í tímann í gær alltof sein (betra að vera sein og sæt en fljót og ljót samkvæmt Helga)strunsaði inn í tímann og hreytti í einhvern 1. árs nema hvort þetta sæti væri laust. Settist, dró upp blokkina mína og penna leit í kringum mig með öllu mínu lokaársyfirlæti, þekkti enga, námsefnið ótrúlega leiðinglegt og strunsaði aftur út. Ömurlegt að vera svona eftirlegukind!!!
Hveragerði er málið um helgina; Auði í formann, Auði í formann.... en samkvæmt orðinu á götunni mun hún bjóða sig fram í formann ung vinstri græna
og svo Drafnartjútt á laugardaginn ég get ekki beðið eftir að byrja aftur að þjóra ölið
Fór í skólann í gær, í 10 mínútur eða svo.
Þar sem mín yndislega deild býr við stöðugan fjárskort kemur oft fyrir að úrvalið sé minna en ekki neitt. Þar sem stefnan er að reyna klára BA-prófið um jólin vantar mig nauðsynlega einhvera einingar hér og þar.
Kom í tímann í gær alltof sein (betra að vera sein og sæt en fljót og ljót samkvæmt Helga)strunsaði inn í tímann og hreytti í einhvern 1. árs nema hvort þetta sæti væri laust. Settist, dró upp blokkina mína og penna leit í kringum mig með öllu mínu lokaársyfirlæti, þekkti enga, námsefnið ótrúlega leiðinglegt og strunsaði aftur út. Ömurlegt að vera svona eftirlegukind!!!
Hveragerði er málið um helgina; Auði í formann, Auði í formann.... en samkvæmt orðinu á götunni mun hún bjóða sig fram í formann ung vinstri græna
og svo Drafnartjútt á laugardaginn ég get ekki beðið eftir að byrja aftur að þjóra ölið
<< Home