sunnudagur, september 10, 2006

Kæru Flokksfélagar!

Tók það stóra skref á dögunum að skrá mig í stjórnmálaflokk. Tilgangurinn var þó eingöngu til að styðja vinkonu mína í formannsembætti, "hvert atkvæði skiptir máli". Vaknaði eldsnemma og fór austur fyrir fjall til að sitja allan, allan daginn á fundinu um hitt og þetta.

Kosning til embætta var það eina sem ég hafði áhuga á. En til að geta að látið atkvæðið mitt af hendi var víst nauðsynlegt að sitja nær allan fundinn. Annað væri dónaskapur. Systir Freys tilkynnti mér það að væri óþolandi fólk sem mætti bara til að kjósa. Ég vil ekki vera óþolandi þannig að fundinn sat ég og beið og beið full tilhlökkunar eftir að geta kosið.

Eftir því sem leið á fundinn magnaðist spennan að mínu áliti og sá ég fyrir mér æsispennandi kosningar. Þegar loksins dró til tíðinda og tilkynnt var að kosning hæfist eftir smá stund koma það óvænta sem ég hafði alls ekki reiknað með. Kosning væri óþörf þar sem einungis eitt framboð hefði borist í hvert embætti.

Vonbrigði mín voru gífurleg

En ég tók þó gleði mina fljótt aftur þar sem vinkonan er nú orðin formaður

Þetta var nú reyndar ekki með öllu alslæmt. Ég skemmti mér ágætlega, fundurinn áhugaverður, fólkið skemmtilegt og það sem öllu máli skiptir málefnin góð. Ekki vottur af frjálshyggjuhugsun en á henni hef ég mesta andstyggð á.



Næsta mál á dagskrá SKVÍSUHITTING, SKVÍSUHITTING. Mig langar á skvísuhitting núna, núna, núna, núna