sunnudagur, maí 21, 2006

?

Ég er að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja link á uppháldsbloggarann minn. En það sem helst aftrar mér frá því er að uppháldsbloggarinn minn er einhver sem

ég hef aldrei séð
ég hef aldrei talað við
ég veit ekki hver er

Samt les ég bloggið hans reglulega, mér finnst samt eitthvað svo fulllangt gengið að linka á einhvern sem ég þekki ekki og mun eflaust aldrei þekkja. Ástæðan fyrir því að ég er að velta fyrir mér hvort ég ætti að gera það eða ekki er einfaldlega sprottin upp af praktískum toga. Man aldrei bloggslóðina þannig að í hvert skipti sem ég ætla að kíkja á bloggið þá þarf ég alltaf að fara einhverjar krókaleiðir.