Konur eru aumingjar
Var í tíma um daginn þegar barst til tals frasinn "þú keyrir eins og kelling" og fleiri í svipuðum dúr. Rætt var ýmsar hliðar á þessu og þetta væri nú frekar niðrandi fyrir konur almennt. Einn strákur steig þá fram og útskýrði frasann fyrir okkur hinum þetta er sem sagt ekkert verið að beina þessu beint að konum. Þegar einhver segir þú keyrir eins og kelling þá er verið að meina þú keyrir eins og aumingi. Nota bene þá átti þetta samtal sér stað í Kynjafræði og ég ætlaði að brjálast úr hlátri, strákurinn var ekki að ná NEINU af því sem fram fer í tímunum.
Þetta er eftir sem áður niðrandi frasi, það gerir lítið úr konum til lengdar að vera alltaf að líkja þeim við aumingja.
Stuttu seinna rakst ég á kunningja minn á förnum vegi og jafnréttismál bárust í tal. Hann soldið pirraður "ég bara þoli ekki þessa helvítis öfgafullu feminista" ég styð jafnrétti, ekki öfgafulla femnista. Ég hef aldrei áttað mig á hvað er verið að meina með öfgafullum feminstum, eru það konur og karlar sem berjast af einurð og festu fyrir réttindum kvenna eða eru það konur og karlar sem ganga um götur borgarinnar og skelfa karla, sitja fyrir þeim og kasta eggjum í bílana þeirra.
hvað er öfgafullur feminsti?
Þetta er eftir sem áður niðrandi frasi, það gerir lítið úr konum til lengdar að vera alltaf að líkja þeim við aumingja.
Stuttu seinna rakst ég á kunningja minn á förnum vegi og jafnréttismál bárust í tal. Hann soldið pirraður "ég bara þoli ekki þessa helvítis öfgafullu feminista" ég styð jafnrétti, ekki öfgafulla femnista. Ég hef aldrei áttað mig á hvað er verið að meina með öfgafullum feminstum, eru það konur og karlar sem berjast af einurð og festu fyrir réttindum kvenna eða eru það konur og karlar sem ganga um götur borgarinnar og skelfa karla, sitja fyrir þeim og kasta eggjum í bílana þeirra.
hvað er öfgafullur feminsti?
<< Home