fimmtudagur, maí 18, 2006

Allt að gerast:)

Skólinn búinn, ekki að það hafi verið mikið að klára.

og

Ég er búin að flytja

Í næstum 1 og 1/2 ár er ég búin að vera á endalausum þvælingi og búa á hinum ýmsum stöðum.

Var í Sæviðarsundi 26 eina önn
Heim um sumarið
Bergsmárinn næstu önn
Heim um sumarið
Calle Luna hjá hinum "yndislega" Jimmy í smá stund
Hraunbær þess önn

og svo og svo og svo
KÓRSALIR

Er í risastórri íbúð, þrjú svefnherbergi og klósett sem hægt er að halda partý í.
Flutti til Kristínar og Dodda í síðustu viku og líst rosa rosa rosalega vel á þetta. Eini gallinn að miðbærinn er í nokkurri fjarlægð en þar sem ég er ekki enn byrjuð að þjóra ölið og hanga blindfull á börunum þá er það mjög lítill galli.

Allir meira en velkomnir í heimsókn ef þið leggið í að keyra hingað upp í móana. Svo hugsa ég að það þyrfti að spila eitt Risk eða svo hér.