mánudagur, október 09, 2006

Afmælisboð...

Hugrún sæta kom í bæinn um helgina og eyddum við tímanum okkar í hinum ýmsu afmælisboðum.

Auðvita vorum aðeins orðnar aðeins seinar þegar við loksins fundum okkur leið út úr úthverfum Kópavogs. Mér virðist vera lífsins ómögulegt að vera stundvís ég er ALLTAF aðeins of sein. Ég tók mig að vísu aðeins á eitt árið vegna þrálátra kvartana frá Sunnu en því miður þá var það ekki til frambúðar.

Fyrra afmælisboðið var svona skylduboð. Skylduboð eru ekki skemmtilegt, í fyrsta lagi þekkir kona yfirleitt mjög fáa, í öðru lagi fer kona fyrst í þau og er þar af leiðandi ekkert komin í neina stemmingu og þriðja lagi er maður bara að bíða eftir að geta farið. Þegar við komum þá var eiginlega enginn mættur sem er bara fínt því þá var minna af fólki sem þekkir engin deili á enduðum síðan á að horfa á einhvern þátt í sjónvarpinu frekar glataðir gestir og um leið og þátturinn var búinn. Jæja þetta var nú fínt en því miður þá þurfum við að fara núna.

æi þetta hefði örugglega geta verið fínt en ég var með við hugann við afmælisboð nr. 2 og gaf þessu því engan séns

seinna afmælisboðið var mun skemmtilegra... við áttum að vísu í einhverjum smá erfiðleikum við að finna réta húsið...en getur það ekki komið fyrir alla að fara í vitlausa götu og liggja á dyrabjöllum ókunnugra og heimta að fá að koma inn í partý? en eftir að fundið rétta götu og rétt hús og rétt afmælisbarn þá tók við taumlaus gleði fram eftir og skemmtum við okkur konunglega:) eini mínusinn var auðvita helvítis áfengisleysið ég hreinlega get ekki beðið eftir því að vera ógeðslega full í partýum eða börum borgarninna og segja sömu söguna aftur og aftur og drekka og drekka og drekka...

ótrúlega gaman samt að fá að hitta aðeins Hugrúnu og það er skyldumæting fyrir þig að koma í bæinn þegar ég verð byrjuð aftur að túttja:)