miðvikudagur, nóvember 14, 2007

en allt fór vel að lokum

eftir að hafa grenjað út i-pod af nýjustu tækni af ungmenni hér í bæ var lítið mál að taka upp og kræst hvað þetta er miklu, miklu, miklu þægilegra að taka viðtöl með i-talk heldur en þessum bölvuðum upptökutækjum, á að vísu eftir að finna út hvernig ég kem þessum gögnum í blessaða tölvuna!

það er svo fínt samt að vera hér á blósinni
þarf ekki að ákveða hvað er í matinn né að elda hann (ekki að það fari mikið fyrir eldamennskunni)

bílinn getur verið ólæstur allan sólarhringinn sem er FRÁBÆRT þegar kona er með læsingar sem láta illa að stjórn.

það er hægt að skilja bílinn eftir í gangi (ég veit að það er ekki það umhverfisvænasta í geiminum) en það er svoooo þægilegt þegar frost er á morgnana og konan ekki nennt að skafa almennilega

fullt af "uppbyggilegu" lesefni

og það er svo stutt á milli staða til dæmis í morgun þurfti að mæta kl:10 fór út eitthvað um hálf tíu, fór í byggjó, í vinnuna til mömmu og mætti samt 10 mínútum fyrir.

og það flæðir allt í dagblöðum hérna á mýrarbrautinni meira að segja er boðið upp á DV.