þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Þetta er orðið ögn vandræðalegt
Í haust fór ég í miðnefnd SHA Samtök hernaðarandstæðinga, í daglegu tali er oft talað um SHA en ég komandi frá dósinni segi trekk í trekk SAH sem er fyrirtæki heima á blósinni og er búin að segja SAH í nokkuð mörg ár og er búin að eiga í nokkrum erfiðleikum með að venja mig af því. SAH stendur annars fyrir Sölufélag Austur Húnventinga já og það er sláturhús bæjarins.......


en ef þú hefur ekki mikið fyrir stafni næsta fimmtudagskvöld þá er nýliða-ungliðakvöld hjá SHA