þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Gestabókin

Líkt og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir þá er komin gestabók. Lengi vel þrjóskaðist ég við að setja inn gestabók því mér finnst alveg óhemjuleiðinlegt að skrifa í þær. En í veikri tilraun til að fríska upp á útlitið á síðunni skipti ég um bakgrunn og féll í freistni og skellti inn 1 stk gestabók. Ég geri mér grein fyrir því núna að það voru mistök. Í fyrsta lagi skrifaði enginn í gestabókina, tóm gestabók er frekar aumkunarverð. Auður Lilja sá samt aumur á mér og kvittaði í gestabókina. Þá komu í ljós önnur mistök, hæfileikar mínar til að útbúa glæsilega gestabók eru víst af skornum skammti. Því ekki er hægt að skrifa nema eina línu í svari við spurningum.
Því stend ég nú á tímamótum! á ég að taka gestabókina út eða hafa hana áfram hálftóma?

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Enski boltinn

...byrjar eftir 2 daga á sjá einum
Þetta hljómar eins og hótun...

Fimmtudagar eru frábærir þegar ég á helgarfrí. Þá er bara einn vinnudagur eftir og svo kemur helgin. Engin vinna í 2 daga sem er frábært. Ég er svo mikið byrjuð að sakna skólans, komin með upp í kok af vinnunni.
Og Hugrún kemur í bæinn miðað við hvernig djammið var þegar hún kom síðast þá er engu að kvíða.
Matarboð á laugardaginn sem lofar góðu og síðast en ekki síst þá mun ég hrista fram úr erminni húsmóðurshæfileikana og setja upp nýju fínu gardínurnar mínar

föstudagur, ágúst 06, 2004

Vaktavinnan...

Vaktavinna er sjálfsagt fín fyrir fólk sem hefur einhvern snefil af sjálfsaga og er A-manneskja. En fyrir fólk eins og mig er vaktavinna af hinu illa. Sá litli sjálfsagi sem ég bý yfir yfirgefur mig á vorinn og ég er annáluð svefnpurka sem gerir það að verkum að ég sef fram eftir öllu.

Í dag vaknaði ég kl 11:30 en fór ekki á fætur fyrr en 2 tímum seinna. Staulaðist loksins úr rúminu, fékk mér smá í gogginn, ekkert til nema jógúrt nennti ekki út í búð í gær. Þegar morgun-hádegis matnum var lokið, var blaðið lesið og svo hófst biðin eftir vinnunni.

Ef ég þarf ekki að mæta á ákveðnum stað á ákveðnum tíma á morgnana þá sef ég bara. Mig er byrjað að hlakka til að þurfa að mæta í skólann á morgnana þó ég eigi örugglega eftir að bölva því í vetur.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Tölvuleysið:(

Það styttist í það að ég fjárfesti í tölvu. jibbí
ég er komin með augastað á einni og bíð nú bara svars frá einka lánastofnunni minni, vextir eru einstaklega hagstæðir þar.

Þegar ég verð búin að fjárfesta í tölvu þá ætla ég að verða rosalega dugleg að blogga.