sunnudagur, apríl 09, 2006

Uppljóstranir!


• Ég er laumuaðdáandi NYLON. Hljómsveitir líkt og Nylon finnst mér alveg glataðar. Markaðsetning dauðans, útlitið og heildarmyndin skiptir öllu, meðlimir eru allar sætar, geta hreyft sig, koma vel fyrir o.sfrv. tónlistin sjálf er algjört aukaatriði. En þegar ég heyri lag með þeim, þá syng ég, humma með, skipti aldrei um rás ef ég ætti disk með þeim, myndi ég pottþétt hlusta á hann í bílnum og syngja með.


• Ég syng hástöfum þegar ég er ein að keyra og finnst það frekar mikið gaman.

• Ég hef ekki farið til tannlæknis í þrjú ár. Er reyndar að fara að panta mér tíma en ég kvíði fyrir þeirri heimsókn.




• Horfi alltaf reglulega á Leiðarljós





• Ég get verið svo pjöttuð að það hefur ollið mér vandræðum.