föstudagur, apríl 28, 2006

Draumaprinsar

Ritgerðardruslunni var loksins skilað í gær, jei,jei,jei og til að fagna því ákvaðu veðurguðirnir að gefa mér yndislegt veður í dag, sól og hiti. Þar sem ég er svo örlát þá fáið þið hin líka að njóta þess þó að þið voruð ekki að skila af ykkur ritgerð.

Gærkveldinu var svo eytt með tveimur af draumaprinsum mínu. Þann fyrri sá ég að vísu bara í mýflugumynd en þann seinni, Adrien Brody sá ég aðeins meira af. King kong var ágætur líka en hann er fjarri því að komast inn á draumaprinsalistann.

Næsti höfðuverkur er svo sumardekkin. Þau eru einhver staðar í Hafnarfirðinu, í einhverri geymslu sem ég veit ekkert hvar er. Nóg leiðinleg finnst mér að þurfa að skipta um sumardekkin en að þurfa líka að leita að þeim, eykur bara leiðindin.