fimmtudagur, apríl 20, 2006

Hvað er framundan?

heilmargt, sumt skemmtilegt sumt minna skemmtilegt, sumt sem ég veit að muni pottþétt gerast sumt sem ég vona að gerist

allavegana

eitt stykki ritgerð eftir, átti eftir að gera tvær en með eina lélega hendi ákvað ég að fresta annarri.

skila sex in the city, sería 6 og bíð spennt eftir að Sunna kaupi sér næstu seríu

verða frísk, lítur vel út en er samt ekki orðin það, verð að viðurkenna að ég er orðin pínu þreytt að bíða eftir því.

fara í grill í Bergsmárann á morgun

kannski fara til útlanda í sumar í sólina, vona, vona, vona að það muni gerast

hitta heimshornaflakkarann Laufey og hinar skvísurnar yfir kaffi og fá fullt, fullt af slúðri og masi

hætta á sterunum

byrja aftur að drekka, í september eru komin tvö ár, TVÖ ÁR, síðan ég drakk síðast

og síðast en ekki síst og það allra skemmtilegasta

hitta nýja frænda minn á morgun, orðin móðursystir aftur og er orðin mjög spennt að sjá litla krílið