miðvikudagur, október 11, 2006

Tölvugrúsk eða hangs

Þessa önn hef ég uppgvötað að það er vel hægt að læra á Þjóðarbókhlöðunni. Því fylgja þó nokkrar hliðarverkanir. ég hef aldrei hangið mikið á netinu, aldrei nennt að vera eitthvað að grúska og finna eitthvað sniðugt. Það er nú breytt eftir að ég byrjaði að venja komur mínar hingað á Þjóðabókhlöðuna finnst mér ekki gera neitt annað en að hanga eitthvað á netinu. Ég er alveg að læra en ég eyði álíka miklum tíma í að vera eitthvað að krúsa á netinu!

Uppgvötaði til dæmis Ray LaMontagne og er búin að hlusta á hann í allan dag, sérstaklega lagið Trouble, mæli hiklaust með því.