fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Svefntöflusýki

Þessa dagana er ég ekki að deyja úr hressleika, ástæðan: helvítis svefntöflur. Ég er búin að taka inn stera í um tvö ár, sterar eru algjör viðbjóður til lengdar og ein af mörgum aukaverkunum að erfitt er að sofa. Til að redda því fær kona svefntöflur sem hún samviskulega hefur tekið samhliða sterunum. Nú þegar sterainntöku er hætt mér til mikillar gleði þarf að hætta að bryðja svefntöflurnar. Ég í einfeldni minni hélt að það myndi nú verða lítið mál en svo er ekki.



og er ég að verða brjáluð á þessu svefnveseni

sofna ekki á kvöldin og vakna ekki á morgnana sem er ótrúlega sniðugt þegar kona er að keppast við að skrifa BA ritgerð og klára þessa helvítis ritdóma. Ég er þessa dagana eins og ég sé í sumarfrí sofna seint og vakna seint.