þriðjudagur, október 17, 2006

Allt til að sleppa við að lesa....


Passaði um daginn örugglega sætustu börn í heimi, (Liljubörn þannig að ég er nú kannski sú hlutlausasta!) Ég tók það skýrt fram áður en ég tók að mér pössunina að ég ætlaðist til þess að börnin myndu ekki æla á meðan, ég er rosalega lítið fyrir eitthvað svona ælustand, það stóðst ekki og verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með það. Ein einföld beiðni og það var ekki hægt að verða við henni, sýnir bara hvað siðferði foreldra fer hnignandi.

Helginni var annars eytt í faðmi Uppana. Sá loksins íbúðina hennar Kristrúnar og hún er ekkert smá flott, stefnan var nú sett á Októberfest en sökum þess hve mikið þurfti að blaðra þá var öllum áformum um það slaufað af. Höfðum það síðan af að fara í road trip á Selfoss til að kíkja á krílið hennar Sigrúnar, frekar sæt.Annars snýst lífið bara um lestur þessa dagana....ekki að nenna þessu.