mánudagur, nóvember 13, 2006

Tengd við umheiminn á ný


ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Rosalega er leiðinlegt að komast ekki reglulega í tölvu í næstum tvær vikur er ég búin að vera fjarri hinum glæstu netheimum. Drattaðist lokst í dag á Þjóðarbókhlöðuna og sökum þess hve lengi ég er búin að vera fjarri netheimnum er ég ekki búin að læra neitt, búin að vera ofurupptekin við að lesa og skoða uppbyggilegt og fræðandi efni á netinu (ef einhver ætlar að halda því fram að ég sé bara búin að skoða blogg og síður sem birta regulega pistla um hin og þessi málefni er það fjarri sanni).

Fór í vikuferð til Norðurlandsins og er óhætt að segja að sú ferð hafi verið mjög árangursrík. Ég meira að segja kláraði eitt verkefni þar sem er mjög óvanalegt því
yfirleitt þegar ég er fyrir norðan geri ég allt NEMA að læra. Auk þess náði ég að losa mig við tvö lyf. Það er auðvita alltaf ánægjulegt að hætta á einhverju af þessum endalausum pillum sem ég þarf að gleypa en í þessu tilviki varð það sérstaklega ánægjulegt þar sem nú er ég komin í ásættanlega fjölda af pillum og er ekkert til fyrirstöðu að fara að þjóra ölið aftur. Að vísu þarf ég að bíða í tvær til þrjár vikur áður en það er hægt en það er allt í lagi þar sem ég hef ekki svo mikið sem tekið einn sopa af áfengum drykk í TVÖ ÁR OG TVO MÁNUÐI þá hugsa ég að það breyti litlu að bíða í þrjár vikur í viðbót.

Annars vil ég eindregið hvetja ykkur til að skrá ykkur í flokkinn til að styða Auði

Er byrjuð að fá væg kvíðaköst yfir ritgerðarskrifum en er það ekki eðlilegt, segið mér að það sé eðlilegt, mun ég ekki alveg örugglega ná að klára hana á tilsettum tíma.........ég er að reyna að vera svellköld yfir ritgerðarsmíðum en ég er ekki að grínast það rigna yfir mig sögur af fólki sem aldrei kláraði ritgerðina sína og býr núna í kofaskriflum, lengst í burtu og talar um að það sé að skrifa ritgerðina og sé alveg að fara að klára hana