föstudagur, mars 02, 2007

23. ára á nýjan leik

Bróðir minn lítur það alvarlega augum hversu gaman ég hef að því að veltast um miðbæ Reykjavíkur drekkandi drykki sem sljógva alla mína dómgreind og hugsun. Móðir mín telur þó þetta óþarfa áhyggjur því vissulega hafi átt sér viss stöðnun síðastliðin tvö ár þar sem veikindabrasið tók allan minn tíma, hugsun og orku og þannig lagað séð væri ég bara 23 ára...

En það er samt fínt að vera byrjuð aftur að huga að öðrum hlutum en gigtardraslinu og geta hugað að mun aðkallandi málum líkt

og hafa alvarlegar áhyggjur af fátæklegu innihaldi fataskápsins og líta yfir skósafnið og sjá að það sé bráðnauðsynlegt að bæta í það

panta tíma í ljós og fara í hann!

velta vöngum tímanum saman við að ákveða dagsetningu til að heimsækja Möggu sætu

heilsan er sem sagt alltaf að verða betri og mér finnst eins og ég sé að koma úr útlegð eða eitthvað álíka þar sem nú er ég byrjuð að geta gert svo miklu miklu meira en ég er búin að geta síðustu ár og næstu skref eru því líklegast að fara að vinna í að gera þá skandala sem ég hefði átt að vera löngu búin að gera