þriðjudagur, desember 12, 2006

Odda tíðindi

Það sem skiptir mestu máli þessa dagana er að ákveða hvað á að nasla við lærdóm. Ég er mjög léleg í að kaupa eitthvað gott og sniðugt, ég er bara algerlega hugmyndasnauð þegar kemur að því að versla mat. Ég er aftur á móti að læra með nasl drottningunni sem er ætíð með nýtt, framandi og spennandi nasl á boðstólnum. Í dag bauð hún til dæmis upp á smjörbaunir (mun betra en það hljómar), saltkringlur, tómata og gulrætur, ógrynni af tyggjó og það klikkar ekki að hún er oftast með einn eða tvo poka af stjörnupoppi.

Stefnan er síðan tekin á Þjóðabókhlöðuna á morgun til að finna einhverjar alveg....bráðnauðsynlegar bækur og rit, ég er alveg komin með æluna af þessu ritgerðarstússi. Góðu fréttirnar eru að ég er alveeeeeeeg að verða búin með hana þannig að einhver von er að ég geti bloggað um eitthvað annað en ritgerðina

Fékk einhverjar blammeringar í kvöld frá systurinn sem öllu þykist ráða yfir að vera ekki búin að kaupa jólagjafir, ég nefnilega neitaði að kaupa þær í október og byrjun nóvember fannst það svo plebbalegt en verð nú að viðurkenna núna þegar styttist óðum í jólin að það hefði kannski verið sniðugt að klára þetta..... þrátt fyrir að hafa lofað að ætlað sjá um jólagjafirnar í ár þá er ég búin að koma þeim öllum af mér og er ekki ábyrg fyrir að kaupa nema eina gjöf!