laugardagur, janúar 20, 2007

PIFF

Það kom að því að ég skilaði loksins ritgerðinni og mun ég hefjast handa við að skrifa 12 leiðir til að vera á ætíð á öndverðu meini við leiðbeinandann.

Ég er ekkert smá fegin að hafa loksins skilað henni. Ég hefði samt aldrei náð að skila henni án dyggrar aðstoðar frá Auði mæli með því fyrir alla að eiga einhvern að eins og Auði, sem ég held að sé einnig fegin að ég er búin að ritgerðinni. Þar sem ég er búin að þræla henni út við að hjálpa mér við ritgerðina og neyða hana til að hlusta á allt rausið í mér við ritgerðarskrifin.

Planið er svo að taka þráðinn upp að nýju og fara að blogga meira. Sem verður sjálfsagt lítið má því ég verð á dósinni fram að útskriftinni og þar gerast nú hlutirnar. Ég á ekki von á öðru en að þar munu bíða mín spennandi ævintýri........