þriðjudagur, janúar 23, 2007

Norðurlandið

Kom á sunnudagskvöldið á dósina og þykist ég vera búin með skólann í bili:) jei, jei, jei. veit ekki alveg hversu lengi ég ætla að vera hérna gæti verið í 10 daga eða 2 mánuði. Planið er að minnka lyfin ennfrekar, hvergi betra að gera það en á dósinni, veit ekki alveg hversu mikinn tíma það tekur en ég vona að það taki nú ekkert alltof langan tíma er ekki alveg viss um að ég nenni að vera mjög lengi á dósinni. En Helga og Hugrún eru allavegana á svæðinu ásamt einhverjum fleirum (ekki mörgum samt) og alltaf gaman að bralla eitthvað með þeim, (jafnvel þó það sé á ströndinni)

Horfði á leikinn í gær líkt og allir, frekar ánægð með þetta´, handbolti er ein af fáum íþróttagreinum sem ég nenni að horfa á í sjónvarpinu, neglurnar þola samt ekki álagið við það verða örugglega allar komnar niður í kviku eftir mótið.

Fór annars um helgina með Árbakkaliðinu út að borða á Lækjarbrekkur sem var ofsalega gaman. Félagsskapurinn góður og maturinn enn betri, fengum humarsúpu, nautalundir og súkkulaðiköku hvert öðru betra. Mörg ykkar vita að ég er aftur farin að drekka áfenga drykki, ég kíkti út eftir matinn og fékk mér aðeins í glas, þetta var sem sagt í þriðja skipti sem ég drakk áfenga drykki síðan ég mátti byrja aftur að drekka. Það var mjög gaman um kvöldið, fékk mér í glas, drakk aðeins meira, fékk mér meira í glas, drakk ögn meira sem væri ekki í frásögunnar færandi nema þegar ég kom út af skemmtistaðnum þá skilaði ég öllum fína og góða matnum sem ég hafði borðað fyrr um kvöldið *roðn* ég held að slíkt hafi ekki komið fyrir mig síðan ég var 16 ára og Miðgarður var heitasti staðurinn.......