föstudagur, janúar 26, 2007

Afmælis, afmælis, afmælis

Rétt fyrir jólin var sagt við mig upp í Odda, "Erla, rosalega ertu skipulögð", Drífa Atla sem sat á móti mér, búin að vera með mér í skóla í þrjú ár, sprakk úr hlátri og vildi lítið kannast við að ég væri skipulögð frekar öfugt væri alltaf að týna öllu og gleyma hinu og þessu.

sem er víst rétt

en þessi sætu

Karin uppamær (í rauða kjólnum)




og

Óli besta skinn


undefined

áttu víst afmæli í janúar, bæði 26 ára, bæði sæt og bæði frekar fyndin, ég gleymdi alltaf að blogga afmælisblogg fyrir þau fyrr en nú....

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Norðurlandið

Kom á sunnudagskvöldið á dósina og þykist ég vera búin með skólann í bili:) jei, jei, jei. veit ekki alveg hversu lengi ég ætla að vera hérna gæti verið í 10 daga eða 2 mánuði. Planið er að minnka lyfin ennfrekar, hvergi betra að gera það en á dósinni, veit ekki alveg hversu mikinn tíma það tekur en ég vona að það taki nú ekkert alltof langan tíma er ekki alveg viss um að ég nenni að vera mjög lengi á dósinni. En Helga og Hugrún eru allavegana á svæðinu ásamt einhverjum fleirum (ekki mörgum samt) og alltaf gaman að bralla eitthvað með þeim, (jafnvel þó það sé á ströndinni)

Horfði á leikinn í gær líkt og allir, frekar ánægð með þetta´, handbolti er ein af fáum íþróttagreinum sem ég nenni að horfa á í sjónvarpinu, neglurnar þola samt ekki álagið við það verða örugglega allar komnar niður í kviku eftir mótið.

Fór annars um helgina með Árbakkaliðinu út að borða á Lækjarbrekkur sem var ofsalega gaman. Félagsskapurinn góður og maturinn enn betri, fengum humarsúpu, nautalundir og súkkulaðiköku hvert öðru betra. Mörg ykkar vita að ég er aftur farin að drekka áfenga drykki, ég kíkti út eftir matinn og fékk mér aðeins í glas, þetta var sem sagt í þriðja skipti sem ég drakk áfenga drykki síðan ég mátti byrja aftur að drekka. Það var mjög gaman um kvöldið, fékk mér í glas, drakk aðeins meira, fékk mér meira í glas, drakk ögn meira sem væri ekki í frásögunnar færandi nema þegar ég kom út af skemmtistaðnum þá skilaði ég öllum fína og góða matnum sem ég hafði borðað fyrr um kvöldið *roðn* ég held að slíkt hafi ekki komið fyrir mig síðan ég var 16 ára og Miðgarður var heitasti staðurinn.......

laugardagur, janúar 20, 2007

PIFF

Það kom að því að ég skilaði loksins ritgerðinni og mun ég hefjast handa við að skrifa 12 leiðir til að vera á ætíð á öndverðu meini við leiðbeinandann.

Ég er ekkert smá fegin að hafa loksins skilað henni. Ég hefði samt aldrei náð að skila henni án dyggrar aðstoðar frá Auði mæli með því fyrir alla að eiga einhvern að eins og Auði, sem ég held að sé einnig fegin að ég er búin að ritgerðinni. Þar sem ég er búin að þræla henni út við að hjálpa mér við ritgerðina og neyða hana til að hlusta á allt rausið í mér við ritgerðarskrifin.

Planið er svo að taka þráðinn upp að nýju og fara að blogga meira. Sem verður sjálfsagt lítið má því ég verð á dósinni fram að útskriftinni og þar gerast nú hlutirnar. Ég á ekki von á öðru en að þar munu bíða mín spennandi ævintýri........