miðvikudagur, október 29, 2003

spilakvöld í kvöld. JIBBÍ ef ég vinn ekki í kvöld þá ætla ég aldrei aldrei að spila aftur.

mánudagur, október 27, 2003

jæja eftir langa og harðvítuga baráttu við kvef, nefrennsli og hita náði ég loks að yfirvinna það með dyggri aðstoð nezreil. Í gær var yfirlýstur síðasti dagur orustunnar og vona ég bara að allir aðilar (ég, kvef, nefrennsli og hiti) haldi friðarsáttmálann í bili.

Ég og Bo fórum á Dúndurfréttir síðasta fimmtudag. Það er mjög góð leið til að eyða kvöldinu að fara á þá. Komst samt að því að ég get seint kallað mig Led Zepplin sérfræðing.

Helgin var í rólegri kantinum, enn að jafna mig eftir bardagana. Náði samt tvisvar heimsyfirvöldum í RISK. Það var ágætt, alltaf gaman að ráða öllu.

laugardagur, október 18, 2003

ég er með hálsbólgu, hósta og almennan tregleika í gangi og prófið er eftir 1klt. Svo í staðin fyrir að renna einu sinni enn yfir námsefnið og reyna að troða þessu í hausinn á mér, þá er auðvita miklu sniðugra að blogga og vorkenna sjálfri mér. Ég er svo ótrúlega skynsöm.....

föstudagur, október 17, 2003

ég á rosalega bágt, ég þarf að læra,læra því ég er að fara í aðferðarfræðipróf á morgun. Það ætti að setja blátt bann við að hafa próf á laugardögum.

fimmtudagur, október 16, 2003

Það var ekki gaman á spilakvöldinu. Mér var ÚTRÝMT!!! í spilinu, þurrkuð út eins og ekkert sé. Ég ætla ALDREI,ALDREI að tala aftur við Auði það kaldlynda auðvaldssvín sem hikar ekki við að knésetja fólk, ef það þjónar hennar hagsmunum. Annars ætla ég ekki að gera Auði ábyrga fyrir að hafa verið þurrkuð út úr spilinu. Ég tel að það hafi verið verk Sonju. Þessi söngur það er ekki hægt að berjast af alvöru meðan þjóðsöngurinn er sunginn. Hér eftir ætla ég að hafa það markmið í RISK að útrýma Sonju, ef það gengur ekki upp mun ég reyna að gera henni lífið leitt á allan mögulegan hátt..
Ef einhver ætlar að halda því fram að ég sé tapsár og langrækin þá er það hin mesta vitleysa....

miðvikudagur, október 15, 2003

umh, af hverju sagði mér enginn að bíll gengi fyrir bensíni og að bensín kostaði pening!!
Strætó, no more. Nú er ég minn eigin herra, ég ræð mér sjálf. Það er liðin tíð að þurfa húka niðrá hlemmi með rónunum og skrýtna fólkinu í rigningu og roki, að bíða eftir strætó. Loksins, Loksins er ég laus undan yfirráðum strætó. Strætó mun ekki lengur ákveða hvenær ég legg af stað í skólann eða í vinnuna. Strætó hefur ekkert tak á mér lengur. Nú fer ég þegar mér hentar því ég er komin á BÍLL:) Lífið er svooo miklu skemmtilegra þegar hægt er að skrattast um allt á bíl. (ég ætlaði að láta mynd af bíl inn á en ég fann ekki mynd:(

Spilakvöld í kvöld... jibbí,jibbí. Ég ætla svo að ná heimsyfirráðum í kvöld. Ég er búin að vera alla vikuna að skipuleggja hernaðaráætlun, sem getur ekki klikkað

sunnudagur, október 12, 2003

Ástæðan fyrir því að ég er ekkert búin að skrifa má rekja til þess að ég er ekki jafn klár eins og ég hélt!! Allir auðveldu hlutirnir sem Auður kenndi mér reyndust síðan ekki jafn auðveldir þegar ég var orðin ein á báti fyrir framan tölvuna. En í stað þess að fyllast örvæntingu og skelfingu fór ég á stúfana og leitaði uppi reyndari bloggara í von um að ég gæti náð þeim fræðum sem nauðsynleg eru til að geta bloggað!!. Eftir langa og stranga setu yfir bloggfræðunum náði ég loks lágmarksþekkingu til að getað bloggað:)
Testblogg

sunnudagur, október 05, 2003Er að læra að sækja og setja inn myndir :)
Er ekki í stuði að skrifa

laugardagur, október 04, 2003

Warrioress
You are the Figher Femme


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla


Hlaut að vera!!! Ég meina, ég sem er SVO falleg og á ekki kærasta ....
Ég er heima hjá Auði, hún á Scrabble