mánudagur, júlí 30, 2007

Ferðasagan

Þar sem styttist í næstu danaferð þá er ekki seinna vænna en að henda inn ferðasögunni.

Hafmeyjan var skoðuð
já hún var lítil líkt og var búið að vara mig við

Sverrir var heimsóttur til Lund


pínulítið hangið á ströndinnikíkt á Gönza


aðeins borðað

lagði land undir fót á örugglega heitasta deginum, ég mæli engann veginn með því að hanga í lest á þannig dögum og fór einhvers staðar nálægt Sönneborg sem er alls enginn borg til að hitta Rannveigu frænku mínu og litla gaurinn hennar

fórum meðala annars til þýskalands (var reyndar bara í tvo tíma þar) og nenni ekki að setja inn fleirir myndir af því að þetta tekur ógeðslega langana tíma

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Þetta var sko skrifað í gær

eftir akkúrat viku þá verð ég í sleik á flugvellinum í Koben

laugardagur, júlí 21, 2007

Í dag eru bara

10 dagar þangað til að ég fer aftur til baka og ég get ekki beðið

afmælisdagurinn kom og fór og missti sjálfsagt af mörgum símtölum og sms þar sem sim-kortið mitt er annaðhvort hjá Rúnari og Malin aravinum eða liggur einhvers staðar í reiðileysi á strætum Kaupmannahafnar.

ég fékk eina rós og næstum því aðra rós og súkkulaðiköku (sem er ein af þeim allra bestu) sem ferðaðist ekki nema 400 kílómetra til þess eins að láta borða sig þar sem Hafdís systir bakaði kökuna og gerði sér svo ekki lítið fyrir og keyrði kökuna á mýrarbrautina frá Egilstöðum og eina sólarlandaferð frá danamanninum

sólarlandaferðin er til Búlgaríu og ég er búin að monta mig af henni við nokkra en ég hugsa að hætti því nú þar sem ég las í Blaðinu í dag einhverjar horror sögur af fólki sem hefur farið þangað, lent í veseni og óþverra og Sunny beach sé einna verst en þangað er einmitt förinni heitið.

Mestu gleðifréttirnar eru þó án efa að það er búið að rigna eitthvað smá síðustu daga og í dag flytur Kristín Ingibjörg heim

föstudagur, júlí 13, 2007

Dagurinn í dag

er dagurinn sem þið eigið öll að kommenta hjá mér því ég . ...... . ... (þið eigið að vita hvað á að standa þarna)

komin frá kóngsins köben sem var svooooooooooooo ljúft að vera í
---------------------------------------------------------------
hitti fullt af fólki sem ég hafði ekki séð lengi eins og

Gönza

Rannveigu frænku og litla kútinn hennar

Guðný Erlu og hennar kærasta

Elvu og hennar kærustu

Sverri Svíafara

Chris
-----------------------------------
fór til tveggja nýrra landa

Svíþjóðar (í einn dag)

og

Þýskalands (í nokkrar klukkustundir)

ferðaðist aðeins um Danmörk, fór til Sonneborg og Horsens og Arhus
----------------------------------------
og gerði ýmislegt fleira

kynnist nýju fólki sem ávalt er gaman
las nokkrar bækur meðan Ari var að vinna baki brotnu
drakk nokkra bjóra
flatmagaði aðeins á ströndinni áður en rigningaræðið byrjaði
spilaði kotru oft og mörgum sinnum
komst að því að ég er ekki góð í kubb
lærði ekki dönsku