miðvikudagur, september 26, 2007

komin með leið á fyrirsögnum

ég var klukkutíma fyrr á ferðinni í dag heldur en vanalega í stað þess að eyða honum í lestur eyddi ég honum samviskusamlega í nethangs

ég er búin að horfa á símann í von og óvon um hann hringi til að hann trufli mig við lesturinn

ég er búin að stara á klukkuna síðan hún var 11 að bíða eftir að hún verði nógu margt til að ég geti farið í mat

ég skima stanslaust um hér á hlöðunni (og spring úr hlátri þegar ég fer á salernið þökk sé Þórhildi:) í leit að andlitum sem ég þekki til að getað spjallað

já ég þjáist af athyglisskorti ég er samt búin að vera harla afkastamikil, í alvörunni.

þriðjudagur, september 25, 2007

Planið í dag er að lokka gullkálfinn af Rauðalæknum niður í bæ til að kíkja í kaffi hjá mér og jafnvel fá smá aðstoð við að setja upp netið. Kræst hvað það er pirrandi að hafa ekki netið heima hjá mér en enn leiðinlegra er að fá ekki blöðin heim til mín. ég hafði ekki gert mér grein fyrir hvað nauðsynlegt er að byrja daginn á lestri blaðanna.

En hvað varð um alla góðu læknana sem voru alltaf á læknavaktinni, þar sem ég er ekki með heimilislækni hér í bænum neyðist ég alltaf til að fara þangað. Hingað til hef ég verið nokkuð sátt, alltaf fengið þokkalega þjónustu en henni fer eitthvað dalandi. Ég hefði alveg eins látið einhvern kunningja kíkja á hálsinn á mér í gær
Ég: ér er búin að vera eitthvað slöpp og svo er ég byrjuð að vera dofin í tungunni
Læknir: já það er ekki eðlilegt
Ég: já ég veit þess vegna kom ég hingað
Læknir: já það er ekki eðlilegt
Ég: já ég veit
Læknir: það tengist samt ekki því að þú sért veik en þetta er mjög óeðlilegt
Ég: já en veistu eitthvað af hverju þetta gæti stafað
Læknir: já ég geri ekkert í þessu í kvöld en þetta er ekki vanalegt að tungan dofni
Ég: já...
Læknir: grípur fram í mér já var það eitthvað fleira, þetta er ekki eðlilegt en kvefið og hálsbólgan mun ganga yfir.

mánudagur, september 24, 2007

er sniðugt að djamma veik


Nei það er ekki það gáfulegasta sem hægt er að gera

laugardagur, september 22, 2007

Niðri í bæ......

ég lofa bót og betrun í blogginu þegar netið verður komið heima. ég loooofa.
margt búin að gerast síðan síðast,

Námið
Byrjuð í Kennsluréttindanáminu í kennó líst svona ágætlega á þetta. Er að vísu í fjarnámi sem er nýtt fyirr mér og það er ekki hægt að slugsast í fjarnámi eins og kom "örsjaldan" fyrir upp í HÍ. En það er mjög gaman að fá önnur sjónarhorn og nýja kennara að vísu eru verkefnin frekar glötuð en eru þau það ekki alltaf.

Pirringurinn
Er ekki í DK eins og planið stóð til, átti flug út á fimmtudaginn, (nei ég missti ekki af fluginu)og ætlaði að vera í tvær vikur þegar Ari hringdi og sagðist vera að fara til Alsír í tvær vikur akkúrat á þeim tíma sem ég átti að vera úti. Fúlt mjög fúlt. dótið mitt er ennþá úti og það stefnir í að ég fá þetta bévítans dót um jólin...

Óvæntasta
líkt og fleira gott fólk sem er komið upp á náð og miskun okurleigusala var ég komin með smá áhyggjur af því hvar ég ætti að vera í vetur en ég var svo ótrúlega heppin að ég fékk íbúð sem frekar ódýr í leigu, í miðbænum, með uppþvottavél og ógeðslega flott. Ég býð ykkur öllum í kaffi til mín í vetur (verðið að vísu að koma með kaffið með ykkur en ég á pressukönnu, sykur og mjólk).